114 Ég er með nammi fyrir þig. Komdu hingað þá færðu nammi.“ Salka var orðin hálffrosin af hræðslu en fór þó yfir til mannsins. Hann sagði skríkjandi: „Komdu með höndina. Ég skal setja nammi í lófann.“ Salka rétti honum óstyrk höndina en var endanlega hætt að lítast á blikuna þegar hann greip heljarinnar taki í höndina. Salka reyndi að kippa henni að sér, en þá hló hann bara grimmdarlega. Salka var farin að kjökra af hræðslu þegar maðurinn dró upp stóran og blóðugan hníf og mundaði hann að litla putta Sölku. Salka öskraði af sársauka þegar hann skar puttann af henni. Þegar hann loksins sleppti henni veinaði hann af gleði: „Loksins er ég búinn að fullkomna safnið!“ Hún hljóp skelfingu lostin eins og fætur toguðu í gegnum líkamspartaherbergið beinustu leið niður stigann og beint út úr þessu skelfilega húsi einum putta fátækari en áður. Þetta var í fyrsta og síðasta skiptið sem Salka fór út til að gera grikk eða gott og húsið gufaði upp með undarlegum hætti stuttu eftir að Salka var flúin út. E.S. Þrátt fyrir að það sem henti Sölku hafi náttúrulega verið skelfilegt enda þurfti aumingja stúlkan að lifa restina af ævinni án litla fingurs, var hún þó heppin því aðrir hlutu mun verri örlög.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=