113 hrekkjavökuna. Hurðin var þung rétt eins og hún giskaði á og það munaði litlu að hún stingi sig á broddunum sem þöktu hurðina. Þegar Salka kom inn í herbergið varð hún fyrst skelfingu lostin. Veggirnir voru þaktir hillum með krukkum sem innihéldu hver sinn líkamspartinn. Nokkrir puttar, haus, læri, þó nokkrar tær og sitthvað fleira. Þótt þetta virkaði allt óskaplega raunverulegt taldi Salka sér trú um að þetta hlyti þó allt að vera gervi og hélt áfram að dyrunum sem röddin virtist koma frá. Hún opnaði þær skelfingu lostin, kvíðin fyrir því sem þar leyndist. Þegar hún steig inn rak eigandi raddarinnar upp gleðiskræk af tilhlökkun og brosti svo skein í gular og heldur oddhvassar tennurnar sem hlutu að vera gervi eða það taldi Salka sér trú um þegar hún sá þær. Eigandi raddarinnar var sköllóttur miðaldra kall, heldur feitlaginn og hefði jafnvel getað virst góðlegur ef ekki væri fyrir tennurnar og augun sem stungust beinlínis í gegnum mann ef maður horfði of lengi í þau. Maðurinn sat í hásæti skreyttu sams konar oddum og hurðin inn í herbergið þar sem líkamspartarnir voru geymdir. Maðurinn var byrjaður að gefa frá sér óhugnanlegt hljóð sem minnti mest á hlátur og Salka sem var að reyna að vera hugrökk var löngu hætt að lítast á blikuna. Þegar maðurinn hætti loks að gefa frá sér einkennilega hljóðið sagði hann með sinni djúpu og óhugnanlegu rödd: „Vildirðu ekki nammi?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=