112 hún vildi nokkuð vera að því. Kannski væri þetta bara fólk sem fannst gaman að skreyta en væri ekki að gefa nammi. Húsið var hrörlegt timburhús, nokkuð drungalegt og stórt. Mamma vildi helst ekki að Salka færi að sníkja í þessu húsi en Salka sem hafði skemmt sér konunglega um kvöldið haggaðist ekki. Þegar Salka og mamma löbbuðu upp að húsinu fannst Sölku hún heyra mörg bæld öskur. En Salka reyndi að sannfæra sjálfa sig um að það væri bara ímyndun í sér og ákvað að vera ekkert að minnast á það við mömmu. Þegar hún dinglaði bjöllunni svaraði djúp drungaleg rödd í dyrasímann og spurði ólundarlega: „Hvað viltu?“ eins og viðkomandi hafi verið truflaður í einhverju mikilvægu. Þegar Salka hrópaði „Grikk eða gott?“ í símann færðist tilhlökkun í skuggalegu röddina og röddin svaraði: „Kom inn, kom inn. Ég skal gefa þér nammi.“ Mamma spurði Sölku hvort hún ætti að koma með inn en hún svaraði neitandi. Mamma var greinilega ekki alveg viss um að Salka ætti að fara ein inn því hún spurði varfærnislega hvort hún væri alveg viss. Salka kinkaði óstyrk kolli og tók varlega í hurðarhúninn. Dyrnar voru ólæstar og það brakaði ískyggilega hátt í dyrunum þegar þær opnuðust. Salka trítlaði skelfd upp niðurníddan stigann og heyrði aftur þennan óm af öskrum. Þegar Salka var komin upp stigann mættu henni stórar og að því virtust þungar dyr þaktar stórum stálbroddum. Sölku fannst nokkuð einkennilegt að einhver gengi svo langt að þekja hurð með stórum stálbroddum fyrir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=