RISAstórar smáSögur 2025

111 Litla hrekkjavökusagan um Sölku Kría Kristjónsdóttir, 12 ára Salka var sex ára. Hún hafði aldrei gert grikk eða gott áður og var því ofsalega spennt. Mamma hafði hjálpað henni að undirbúa búninginn og þær höfðu ákveðið í sameiningu hvað Salka ætti að vera. Þær sammæltust að lokum um að hún ætti að vera norn. Salka var bara nokkuð ánægð með sig. Þær flýttu sér út þegar Salka var komin í föt. Það var dimmt úti og fullt tungl. Ef ljósastaurarnir hefðu ekki lýst göturnar upp hefðu þær varla séð handa sinna skil. Þær löbbuðu hús úr húsi og eftir nokkur hús var hún komin með kúffullan poka af nammi. Þegar leið á kvöldið var Salka komin á poka númer tvö. Mamma sagði að klukkan væri orðin margt og þær ættu að fara að koma sér af stað heim. Grikk eða gott tíminn væri nefnilega liðinn og enginn færi að gefa nammi á þessum tíma kvölds. Salka grátbað mömmu um að kíkja bara einn hring um hverfið til að sjá hvort einhvers staðar logaði enn á graskeri. Hún samþykkti það og viti menn það logaði enn á einu graskeri. Mamma hikaði þegar Salka bað um að sníkja nammi þar. Hún ákvað að kíkja á kortið sem sýndi hvar hægt væri að sníkja og sá að þetta hús var ekki skráð á kortinu og spurði Sölku hvort

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=