108 það.“ Stúfur leit á mig og sagði: „Af hverju ert þú miklu blíðari en hinir jólasveinarnir?“ Ég varð mjög stressuð en ég ákvað samt að segja honum það. „Má ég segja þér leyndarmál?“ spurði ég. „Ég er ekki alvöru jólasveinn, ég er bara mannabarn í búningi.“ Ég lagðist á gólfið hjá Stúfi og við spjölluðum saman þar til við sofnuðum. Svo vaknaði ég. Það var ískalt í herberginu. Sængin var komin hálf niður á gólf. Ég togaði sængina alveg upp að höku og nuddaði augun. Glugginn stóð opinn og gardínurnar sveifluðust í rokinu. Ég steig fram úr rúminu og fann þá að gólfið var ískalt. Það hafði skafið snjó inn um gluggann um nóttina. Þetta var þá bara draumur. Þá kallaði mamma: „Rakel mín, drífðu þig nú á fætur. Svo er jólatrésskemmtun í kvöld, þú átt að leika jólasvein með bekknum þínum.“ Ég varð alveg stjörf. Ég var svolítið kvíðin á jólatrésskemmtuninni, en það kom engin Grýla. Bara lítill jólasveinn sem hvíslaði til mín: „Takk fyrir hjálpina. Nú hef ég sterkari rödd og bræður mínir báðust fyrirgefningar á því að hafa verið að stríða mér,“ og svo blikkaði hún mig.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=