106 vel að það er ljótt að stríða. Þá sá ég að Grýla var líka mætt. Mér fannst það skemmtilegt í fyrstu en ég skildi samt ekki hvernig stæði á því, það hafði aldrei verið talað um að Grýla kæmi og hvað þá fullorðnir jólasveinar. Grýla var mjög óhugnanleg að sjá. Hún virtist líka vera reið. Ég varð svolítið hrædd í alvörunni. Grýla strunsaði að mér og jólasveinunum og skammaði okkur fyrir að stríða krökkunum. Ég varð mjög hrædd. Er þetta partur af sýningunni eða er þetta í alvörunni hugsaði ég. Ég var farin að óttast að þetta væru alvöru jólasveinar og alvöru Grýla. Þá tók Grýla í höndina á mér og sagði: „Hunskist nú heim.“ Hún ýtti á eftir mér og hinum jólasveinunum. Ég varð svo hrædd þannig að ég þorði ekki annað en að fylgja hinum jólasveinunum. Þegar við vorum komin langt út fyrir bæinn fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað er ég búin að koma mér út í? Við gengum lengi lengi og ég var orðin þreytt en á endanum komum við að stórum helli. Jólasveinarnir voru orðnir svo gamlir og farnir að sjá svo illa að þeir föttuðu ekki að ég væri ekki alvöru jólasveinn. Þeir héldu að ég væri ein af hópnum. Við fórum inn í hellinn. Þar voru fleiri jólasveinar og Leppalúði. Ég var orðin mjög hrædd. Leppalúði var með flösku í hendi. Hann var illa til hafður og skítugur. „Þú þarft að fara að leita þér hjálpar,“ sagði Grýla reiðilega við Leppalúða. „Þú gerir ekkert annað en að sötra úr þessari flösku og gerir ekki handtak á heimilinu.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=