RISAstórar smáSögur 2025

105 Öðruvísi jólasveinn Jódís Kristín Jónsdóttir, 11 ára Það var ískalt í herberginu. Sængin var komin hálf niður á gólf. Ég togaði sængina alveg upp að höku og nuddaði augun. Glugginn stóð opinn og gardínurnar sveifluðust í rokinu. Ég steig fram úr rúminu og fann þá að gólfið var ískalt. Það hafði skafið snjó inn um gluggann um nóttina. Það var kominn 1. desember og ég fór fram til að kíkja hvað stæði í viðburðadagatalinu sem mamma hafði búið til. Ég opnaði dagatalið og í því stóð Jólatrésskemmtun. Það passar vel, hugsaði ég, því í dag átti að vera jólatrésskemmtun á torginu og við í 6. bekk höfðum fengið það hlutverk að leika jólasveina. „Rakel mín flýttu þér svo þú verðir ekki sein,“ sagði mamma. Ég varð svo spennt að ég flýtti mér af stað upp í skóla því ég átti að máta búning og fá aðstoð við förðun. Ég leit á mig í spegli og hugsaði vá, ég er eins og alvöru jólasveinn. Síðan héldum við niður á torg til að gefa öllum krökkunum mandarínur og syngja jólalög. Allt í einu tók ég eftir því að nokkrir jólasveinar voru farnir að stríða krökkunum, svo ég fór að herma eftir hinum jólasveinunum. Mér fannst þetta þó svolítið ljótt því ég veit

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=