102 Ástrós dauðbrá við að sjá frænda sinn. Henni hafði ekki dottið í hug að hann færi að taka upp á því að stela og spurði hann því hvað hann væri að gera. „Ég ætlaði að kaupa fallegan trúlofunarhring fyrir Lísu kærustuna mína en átti bara ekki nóg fyrir honum því allt er svo dýrt nú til dags þannig að ég fékk þá vondu hugmynd að stela honum,“ sagði Gummi og skammaðist sín greinilega mjög mikið. „Já, en það má ekki stela og þú ættir nú að vita það,“ greip löggan fram í. „Já, ég veit og skammast mín mikið fyrir þetta,“ sagði Gummi og leit niður á stéttina. „Ég neyðist víst til að sekta þig en ég skal minnka sektina um 30% vegna þess að þú meintir vel,“ sagði löggan. „Takk fyrir,“ sagði Gummi frændi og greip í höndina á löggunni í þakklætisskyni. Hann borgaði sektina og skilaði hringnum. Því næst baðst hann afsökunar og bauðst til að fara heim og hella upp á kakó fyrir stelpurnar. Ástrós og Anítu leist vel á það og á meðan þau sátu og drukku kakó í notalegu húsi Gumma frænda lét hann þær lofa að segja engum frá þessu því hann sæi mikið eftir þessu. Stelpurnar lofuðu öllu fögru en ... voru kannski með lygaramerki?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=