RISAstórar smáSögur 2025

101 3. KAFLI Bjallan hringdi og þær fóru inn. „Ohhhh það er stærðfræðipróf,“ sagði Aníta og andvarpaði. „Hei ég veit, ég frysti tímann og við kíkjum á svörin í prófinu. Þau eru alltaf í lokuðu hefti á kennaraborðinu,“ sagði Ástrós glottandi. „Það er frábær hugmynd,“ sagði Aníta. Þær fóru inn og skrifuðu öll svörin niður á blað og hermdu svo eftir. Þær pössuðu að henda síðan blaðinu í ruslið svo ekki kæmist upp um þær. Svo leið dagurinn og þær fengu A+ í einkunn. Þær ákváðu síðan að fara frítt í ísbúð því mamma Anítu vann í Huppu og þær máttu fá sér ís. Þegar þær kláruðu ísinn fóru þær aðeins út að labba og sáu allt einu manneskju í svörtum búning hlaupa út úr skartgripabúðinni og eigandinn hrópaði á eftir manneskjunni: „ÞJÓFUR!“ Án þess að hugsa hlupu stelpurnar á eftir þjófnum – eða Aníta hljóp og Ástrós haltraði á hækjunum. Þá datt henni í hug að fleygja annarri hækjunni eins og spjóti á eftir honum. Hækjan hitti hann beint í fótinn svo hann hrundi í jörðina. Löggan kom til þeirra og handtók þrjótinn og tók af honum húfuna sem huldi andlit hans og viti menn þetta var enginn annar en Gummi, frændi Ástrósar!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=