100 Stelpurnar horfðu á strákana öskra og æpa í þó nokkuð langa stund og það var rosa fyndið að sjá þá reyna að hrista af sér snjóinn. Loks jafnaði Sammi sig en Aron hélt áfram að öskra og nú en hærra en áður. „Hvað tróðstu eiginlega miklum snjó innan á hann?“ spurði Ástrós steinhissa. „Uuuuuum ... skoo það gæti kannski verið að ég hafi sett smá frystisprey innan á hann. Þú veist eins og þegar læknar spreyja á vörtur til að frysta þær svo þær detti af ... ég stal sko þannig spreyi þegar ég fór til læknis,“ sagði Aníta tvístígandi. „Aníta!“ sagði Ástrós og horfði á Aron og varð að viðurkenna að hún var farin að hafa svolitlar áhyggjur af bekkjarbróður sínum. Aníta sá að Ástrós var orðin smá áhyggjufull þannig að hún bætti við: „En hann jafnar sig alveg sko. Hann verður orðinn góður eftir sirka 5 mínútur.“ Ástrós var létt við að heyra það.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=