RISAstórar smáSögur 2025

99 2. KAFLI „Já, ókei og hvernig í ósköpunum fattaðir þú það bara?“ spurði Ástrós eftir að Aníta hafði sagt henni hvernig hún fór að þessu. „Sko, ég prófaði bara einu sinni þegar ég var með hiksta að fylla munninn af vatni og hoppa í 3 hringi og þá allt í einu tók ég eftir því að allt var frosið nema ég og svo sá ég reyndar einhverja hreyfingu fyrir utan gluggann – en verum nú ekkert að pæla í því – og svo heyrði ég einhvern smell og allt fór aftur í sinn vanagang.“ „Bíddu þannig að þú heyrðir mig smella?“ „Jebbsí pebbsí,“ sagði Aníta. „Og ertu að segja mér að þú hafir séð hreyfingu út um gluggann?“ „Jebb, það hefur væntanlega verið þú ekki satt?“ spurði Aníta. „Tja jú, ég fór aðeins út til að sjá hvort að allt væri frosið úti líka.“ „Ókei, svo ... eigum við að gera eitthvað skemmtilegt?“ spurði Aníta með prakkarasvip á vörunum. Ástrós vissi nákvæmlega hvað Aníta var að meina og í sameiningu tróðu þær eins miklum snjó og þær gátu inn á Aron og Samma. Svo forðuðu þær sér í burtu. Og Ástrós smellti fingrum og tíminn gekk sinn vanagang.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=