98 „Ókei, leyndarmálið er: Að ég get stöðvað tímann,“ sagði Ástrós. „Í alvörunni?“ spurði Aníta. „Já,“ svaraði Ástrós. „Ókei, gerðu það þá núna,“ sagði Aníta. Ástrós smellti fingrum og tíminn fraus. Allir frusu nema Ástrós. Hún labbaði áfram og sá Aron og Samma vera að kasta snjóbolta í fyrsta bekking. Ástrós tók snjóboltann úr hendinni á Samma. Hún var að fara að kasta snjóboltanum í Aron þegar allt í einu heyrðist: „VVVVVVVÁÁÁÁÁÁ!!!!!“ fyrir aftan hana. Ástrós sneri sér snöggt við og sá að hún var ekki sú eina sem var ekki frosin. Aníta var að líta í kringum sig og horfði hissa á allt. „Hvernig stendur á þessu?“ spurði Ástrós. „Hvernig stendur á hverju?“ spurði Aníta. „Af hverju ertu ekki frosin?“ spurði Ástrós. „Ó já, ég gleymdi að segja þér, ég á mér líka leyndarmál. Ég kann aðferð til að frjósa ekki þegar þú lætur tímann frjósa.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=