RISAstórar smáSÖGUR 2024

94 og einmitt þess vegna sagðist hann hafa lesið fimm hundruð og eina bók. Gummi greifingi var kominn með nóg af þessu gorti og þaggaði í Frikka froski með ströngu augnaráði sínu með því að segja: – Ég nenni ekki að hlusta meir á það hvaða bækur þú hafir lesið, það væri betra að segja frá því hvaða bækur þú hefur ekki lesið. Reyndar hef ég aldrei séð þig lesa og ég er ekki viss um að til sé nokkur froskur í heiminum sem er læs. Það kom skrýtinn svipur á Frikka frosk sem samþykkti að nú skyldi farið í leiki og nóg væri komið af sögum. Fyrst fóru þeir í ganga með eggið yfir línuna án þess að missa það, svo fóru þeir í að setja skottið á asnann og svo í allskonar leiki sem þeir höfðu aldrei farið í. Á þessum vinamótum bjuggu þeir alltaf til nýja leiki. Verst var þó hvað Molli greyið og Rebbi voru tapsárir. Þeir voru báðir vissir um að það væri verið að svindla á sér með því að nota allskonar klækjabrögð. Þeir urðu ekki sáttir fyrr en þeir fengu nammi í sárabætur, því þeir voru báðir miklir nammigrísir. Þeim fannst ekkert betra en sætur brjóstsykur sem bráðnaði þægilega á tungunni og bragðgott súkkulaði. En bestir voru þó vinir sem gátu hjálpað manni að læra að þó maður tapi í leikjum getur maður skemmt sér. Auðvitað var Símon kátari en þeir því hann vann alla leikina. Nú var samt kominn tími til að opna gjafir. Rabbi varð algjörlega orðlaus þegar hann opnaði gjöfina, allt sem hann hafði óskað sér var í þessum pakka og þessi afmælisdagur var eins og besti afmælispakki út af fyrir sig. Hann sem hafði verið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=