RISAstórar smáSÖGUR 2024

92 Lalli rakst loksins á Rabba, sem hafði verið sofandi í hengirúmi með bók á nefinu á meðan þeir gengu skóginn endilangan. Þar sem Rabbi hafði ekki hitt þá mikið undanfarið var ekki laust við að hann saknaði vina sinna. Rabbi vissi mætavel að maður hugsar til þeirra sem maður vill muna. Að sama skapi vissi hann að ef maður leikur ekki við einhvern lengi gleymir maður þeim og verður feiminn. Og það er auðvitað alls ekki gott að gleyma vinum sínum því þá missir maður þá bara og það var það seinasta sem Rabbi vildi. Lalli leiddi Rabba að húsinu og þeir sögðu allir í einum kór: – Til hamingju með afmælið kæri vinur. Við þessa óvæntu gleði- sprengju sem óvænt afmæli er, varð Rabbi vitaskuld himinlifandi. Hann hafði alltaf vitað að hann ætti svona dásamlega vini en hélt aldrei að þeir myndu koma honum svona mikið á óvart. Rabbi hafði líka alltaf verið mikill afmæliskarl og fundist gaman að fá pakka, kökur og fara í leiki. Þeir gátu ekki stillt sig um að fara núna að borða matinn fyrst að afmælisbarnið var loksins fundið. Þeir komu sér fyrir í sætunum sem voru mjög notaleg því í þeim voru púðar. Kaffiboðið var yndislegt. Þeir gæddu sér á dýrindis góðri köku með þykku kremi sem Rebbi gerði og drukku með henni ljúffengt súrsætt límonaði. Um húsið ómuðu hlátrasköll, það var langt síðan að þessir vinir höfðu verið allir saman komnir til þess að fagna. Hinar stórskemmtilegu sögur Frikka frosks klikkuðu aldrei. Aldrei var hjá honum dauð stund, eitt ævintýri tók við af því næsta. Hann gortaði sig af því þegar hann lenti í því að vera fastur á eyju í miðju Atlantshafi með stærsta bókasafn heimsins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=