RISAstórar smáSÖGUR 2024

91 gamlan góðan vin. Rabbi heilsaði og Molli spurði hann: – Hvar er Gummi greifingi? – Hann er náttúrulega hérna einhvers staðar, ég finn það á mér, sagði Rabbi og fór í göngutúr. Rebbi, Símon og Siggi fundu svo Gumma greifingja á bak við tré sofandi. Þeir vöktu hann og sögðu honum allt um afmælið hans Rabba. Enn áttu þeir eftir að finna Lalla. Þegar þeir voru allir fjórir saman sagði Rebbi að þeir ættu að finna Molla. Þeir fundu svo Molla aftur og Molli sagði: – Við erum að fara halda veislu handa Rabba og ég er viss um að Lalli og Frikki komi þangað svo við þurfum ekki að leita meira í bili. Ef þeir skila sér ekki í veisluna getum við haldið áfram að leita en þeir renna alltaf á lyktina ef einhver okkar heldur veislu eða er að elda eitthvað gómsætt. Rebbi gerði afmælisköku með gómsætu litríku kurli og bakaði hana mjög vel. Nei, ó nei, Rebbi setti of mikinn hita á ofninn svo kakan varð skaðbrennd og öll svört. Það kom reykur um allt húsið svo hann sveið í augun og honum var líka illt í maganum þegar hann hugsaði um kökuna sem hann fékk aldrei að smakka svo hann ákvað að baka nýja köku. Það tók dágóðan tíma. Rebbi skreytti kökuna meistaralega með súkkulaðikremi og kurli. Við þeim blasti hin glæsilegasta kaka. Lalli og Frikki voru saman að rölta og runnu á lyktina. Molli útskýrði allt fyrir þeim. Lalli og Frikki tóku þátt í því að skreyta húsið hátt og lágt fyrir afmælisveisluna. Þeir náðu í borða og stiga til þess að þeir gætu skreytt húsið. Símon, Siggi og Gummi greifingi voru búnir að undirbúa leiki og svoleiðis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=