90 Rebbi refur og afmælisveislan Bjarki Atlason, 10 ára Dag einn vaknaði Rebbi refur og sá eitthvað úti. Það var einhver þarna. Þetta var skrítið en hann fór samt út, þótt hann vissi ekki hvað þetta væri og sæi aðeins óskýrar útlínur í fjarska. Hvað var þetta? Rebbi kíkti og hann sá Molla. Molli lá undir eldgömlu tré og var með pakka og var að skrifa kort. Rebbi gekk að Molla og spurði hann hvernig kort hann væri að skrifa. Molli sagði að þetta væri afmæliskort. – Hverjum ertu að fara senda afmæliskort? spurði Rebbi. – Ég er að fara gera pakkann hans Rabba, sagði Molli. – Biðjum Lalla, Greifingjann og Frikka frosk að koma og hjálpa okkur. – Já, sagði Molli. Þú skalt fara og spyrja Lalla. Ég skal ná í Greifingjann og næst skal ég tala við Frikka frosk. Á leiðinni hugsaði Rebbi hvar Lalli væri. Hann fór fyrst heim til hans og hringdi bjöllunni. En enginn Lalli var þar, aðeins vinir hans Siggi og Símon. Þeir sögðust vilja hjálpa Rebba og spurðu hvort hann væri að leita að Lalla. – Ég hitti Molla áðan og hann sagðist vera að gera pakka handa Rabba og svo ætlum við að undirbúa afmælisveislu handa Rabba. Viljið þið hjálpa mér að finna Lalla? – Já, sögðu þeir í einum kór. Á meðan fór Molli í hina áttina. Leiðin var löng, vegurinn var hlykkjóttur en á endanum sá hann
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=