RISAstórar smáSÖGUR 2024

88 við hliðina á göngunum og við það kviknaði ljós, eitt í einu, með þungum smelli. Hann sá að göngin voru löng og höfðu augljóslega verið gerð af hernum. Það voru dyr hægra og vinstra megin, að minnsta kosti 10 hurðir. Alex gekk hikandi niður tröppurnar. Hann hugsaði með sér að hann yrði að kíkja á þessi göng því þótt hann gæti ekki breytt kjallaranum sjálfum í körfubolta æfingavöll þá vildi hann komast að því hvað væri í þessum göngum. „Alex gerði sér ekki grein fyrir, að það sem beið hans í kjallaranum, átti eftir að breyta honum það sem eftir var.“ Alex kíkti inn um hurðaropið á fyrstu hurðinni, ekkert undarlegt þar, fullt af drasli, skrár, mikil óreiða. Hann athugaði næstu hurð, hún var læst, hann kíkti inn um skráargatið og sá skúffur sem merktar voru með númerum og voru alveg eins og líkhúsin í sjónvarpinu. Þannig voru næstu hurðir, það var þó ein hurð sem var ólæst og hafði að geyma þessar skúffur með númerum. Alex opnaði eina skúffuna, hann ældi næstum því, því það sem var í skúffunni var hræðilegra en honum hafði dottið í hug. Þarna var húð af neðri hluta líkama, bara húð. Alex bakkaði frá skúffunni og sá í enda gangsins borð þar sem búið var að flá húð af líkama. Á veggina var búið að krota með rauðu letri, sem gæti hafa verið þornaðar blóðrúnir eða eitthvað sem var mjög líkt rúnum sem hann hafði lesið um í íslensku vikuna áður. Við hliðina á skurðarborðinu var opin mappa með samningi við Þorbjörgu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=