RISAstórar smáSÖGUR 2024

7 Geimverustyttan Ósk Hjaltadóttir, 8 ára Emilía vildi hafa allt í röð og reglu í kringum sig og tók til í herberginu sínu minnst tvisvar í viku. Þess vegna fannst henni afar óþægilegt þegar dótið hennar byrjaði að færast úr stað og hverfa án útskýringa alveg óvænt eitt vorið. Þessar dularfullu breytingar virtust aðallega eiga sér stað á nóttunni, að minnsta kosti var ástandið í herberginu hennar alltaf öðruvísi á morgnana en það hafði verið þegar hún fór að sofa kvöldið áður. Hillur, stólar og önnur húsgögn dúkkuðu upp frammi á gangi eða uppi á háalofti, bangsar og legókubbar færðust úr körfum og kössum út á gólf og fleira í þeim dúr. Eini hluturinn í herberginu sem var alltaf kyrr á sínum stað og færðist aldrei neitt var geimverustyttan sem Aron, besti vinur hennar, hafði gefið henni í níu ára afmælisgjöf. Þetta var daufgræn glerstytta sem Aron hafði keypt í Kolaportinu hjá gömlum manni í bláum slopp. Maðurinn sem seldi honum styttuna vissi ekki hvaðan hún væri komin en sagðist halda að hún hefði verið búin til „einhvers staðar í okkar vetrarbraut.“ Aron hélt auðvitað að maðurinn hefði verið að grínast. Það hafði Emilía líka haldið en eftir að rótið í herberginu hennar byrjaði fór hún að velta því fyrir sér hvort maðurinn í bláa sloppnum hefði verið að tala í alvöru. Smásaga ársins í flokki 2024 6 til 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=