RISAstórar smáSÖGUR 2024

86 Dag einn var Alex aleinn heima því foreldrar hans voru í Reykjavík. Honum líkaði sérstaklega illa þegar það gerðist. Hann langaði alveg að fara með en þau leyfðu honum það ekki. Þetta fannst honum ósanngjarnt, hann vildi vita af hverju hann mátti ekki koma með en foreldrar hans sögðu honum ekkert. Á meðan foreldrar hans voru í Reykjavík var hann að dunda sér við að lesa bók eftir frekar góðan höfund. Hann hét Scott Cawthon og bókin hét Fazbear Frights #1: Into The Pit og var á ensku. Jarðskjálfti truflaði bókarlestur Alex. Alex heyrði mörg glös brotna í eldhúsinu. Jarðskjálftinn hristi allt húsið. Hann fór í skó og athugaði hvað hefði brotnað og þar sem Alex var vanur jarðskjálftum og þessi skjálfti hafði verið sterkur, náði hann í sóp í leiðinni og byrjaði hann að sópa glerbrotin upp. Þegar hann var að sópa upp glerbrotin fann hann erlendar myntir á gólfinu og lykil að kjallara kirkjunnar, sem hafði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=