85 Útfararstofa Reykjanesbæjar Samúel Steingrímsson, 12 ára Einu sinni var 14 ára strákur sem hét Alex. Alex bjó í Ásbrú og var glaður strákur. Hann æfði körfubolta og var með þeim bestu en var alltaf að reyna að verða betri og betri. Foreldrar Alex áttu útfararstofu. Húsið sem Alex bjó í hafði verið stór kirkja sem var yfirgefin þegar herinn fór með allt sitt. Foreldrar hans höfðu breytt kirkjunni í íbúð og í útfararstofu Reykjanesbæjar ... útfararstofu foreldra hans. Foreldrar hans ferðuðust ekkert en bjuggu nálægt alþjóðaflugvelli Íslands og þrátt fyrir skort á ferðalögum virtust þau þekkja ótrúlega mikið af frægum leikurum og stjórnmálamönnum bæði erlendum og innlendum. Alex hafði jafnvel verið vitni að því að í útfararstofuna hafði komið þjóðhöfðingi eins voldugasta ríkis heims sem stoppaði bara í útfararstofu Reykjanesbæjar og var farinn af landi brott nokkrum klukkustundum síðar. Enda var útfararstofan í næsta nágrenni við hlið beint út af alþjóðaflugvellinum. En allt gott mun enda illa. ,,Jarðskjálftar byrjuðu að hrista jörðina og vísindamenn fóru að spá fyrir gosi nálægt fjalli sem heitir Þorbjörn."
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=