RISAstórar smáSÖGUR 2024

82 „Ókei Sif, í þessari ferð erum við búin að finna bæði trefilinn og flugvélina.“ „Og við erum að leita að risaeðlum og hann var risaeðlu- fræðingur.“ „Þetta útskýrir hvernig hann dó.“ Svo heyrðu þau öskur og þau virtust koma úr vestri. Þau gengu á hljóðið og földu sig svo engar risaeðlur sæju þau. Svo sáu þau risaeðlur slást og ein þeirra fór svo nálægt þeim að þau urðu að færa sig en þá lentu þau beint í fanginu á gömlum karli. Hann leit á Tulio og sagði: „Er þetta sá sem ég held að þetta sé? Síðast þegar ég sá þig varst þú eins árs.“ Tulio áttaði sig og svaraði: „Og síðast þegar ég vissi varst þú dáinn!“ „En hvernig funduð þið mig?“ Þau sögðu afa Tulios alla söguna og sýndu honum eggið og trefilinn. Þá vissi hann strax hvaða egg þetta var. „Þetta er eggið sem ég fann fyrir níu árum. Þá hafði hliðið opnast í skóginum rétt hjá húsinu þínu, Tulio. Þegar ég kom voru risaeðlurnar sofandi svo ég tók eitt egg til að fara með það á rannsóknarstofuna mína. En þegar ég ætlaði að skila því voru þær farnar. Ég fór með eggið aftur út fyrir hliðið, á stað sem ég myndi finna auðveldlega aftur, og faldi það svo enginn tæki það. Svo setti ég trefilinn utan um það svo því yrði ekki kalt. Eggið var náttúrulega miklu minna þá. Þá fór ég gegnum hliðið á flugvélinni til að vera fljótari að finna þær úr lofti en brotlenti þegar ég komst í gegn. Ég yfirgaf flugvélina í fallhlífinni og festist hér og svo finnið þið mig núna níu árum síðar.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=