RISAstórar smáSÖGUR 2024

81 og á endanum sukku þau í leðju og bíllinn festist. Þau náðu með herkjum að koma egginu úr bílnum og rúlla því úr leðjunni en þreyttust svo við átökin að þau urðu að setjast niður og fá sér að borða áður en þau héldu aftur af stað. Þau gengu inn í þykkan skóg og stoppuðu ekki fyrr en risastórt lauf hindraði þau. Þau lyftu því frá og sáu að fyrir aftan það var eins og það væri annar heimur. Við þeim blasti langur dalur en það var svo mikil birta að Tulio og Sif urðu að sleppa laufinu og halda fyrir augun og reyna svo aftur. Þetta hlaut að vera hliðið. Þau voru hrædd við að fara yfir í hina víddina vegna þess að þau vildu ekki verða étin af ráneðlum en líka vegna þess að þetta hlaut að tengjast hinu dularfulla hvarfi afa Tulios. Og kannski yrði erfitt að rata til baka. En þau hertu upp hugann og fóru í gegn. Eftir 30 mínútna göngu datt Tulio um eitthvað. „Ááá!“ „Tulio, er allt í lagi!“ „Já, ég held það.“ „Hvernig dastu?“ „Ég veit það ekki. Ég held að ég hafi dottið um eitthvað gyllt og ryðgað.“ „Já, ég sé hvað þú dast um. Hér er eins og ryðgaður hreyfill og grár vængur.“ „Bíddu Sif, ertu til í að kíkja í símann svo ég geti séð mynd af flugvélinni hans afa!“ „Já, ég var að hugsa það sama! Þetta er flugvélin hans! Ég man það af því að ég flaug svo oft með honum í þessari flugvél“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=