RISAstórar smáSÖGUR 2024

79 alveg að koma og hún sá að hann var orðinn mjög þreyttur. Þá fór hún út úr bílnum og hjálpaði honum að rúlla egginu síðasta spölinn. Hún sá samstundis að þetta var risaeðluegg af því að hún hafði lært að þekkja risaeðluegg frá öðrum eggjum hjá afa Tulios. En þá sá Tulio glitta í skrítið tæki í bílnum og spurði: „Sif, hvað er þetta eiginlega?“ „Þetta er risaeðlurötunarvél. Hún beinir okkur að risaeðlunni sem á eggið.“ Þau hjálpuðust að við að setja eggið upp á pallinn á bílnum og festa það til að koma því aftur til risaeðlunnar. Svo tók Tulio trefil úr vasanum og sýndi Sif hann. Hún brosti og sagði: „Ohh, en gaman að hann skyldi gefa þér þennan trefil.“ „Ha, hvað meinarðu? Hver? Þekkirðu þennan trefil?“ „Nú, hann afi þinn. Þetta er trefillinn sem ég prjónaði fyrir hann í afmælisgjöf.“ „Ha neh, ég fann sko trefilinn í skóginum, hjá egginu!“ „Nú, komst þú ekki með hann?“ „Nei, ég hef aldrei séð þennan trefil áður! En ef afi dó fyrir níu árum, hvað er þá trefillinn hans að gera hér?“ „Það skil ég ekki heldur.“ „En Sif, ertu viss um að þú hafir gert þennan trefil?“ „Já. Ég þekki hann á mynstrinu. Sjáðu, það eru alltaf uggeðla, egg, kambeðla og egg til skiptis.“ „Er ekki til annar svona trefill á Íslandi?“ „Nei, ég held ekki. Ég hannaði mynstrið sjálf.“ „Sif, var ekki afi risaeðlufræðingur eins og þú?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=