76 frjósa í hel þegar maður er næstum því kominn á áfangastað,“ segir hún og hlær. Þau fara í úlpurnar og hefja sig til flugs. Eftir stutta stund stoppa Pálína og Fernando til að hvíla sig. Fernando sér glitta í reyk ekki svo langt í burtu. „Hvaða reykur er þetta?“ spyr hann forvitinn. „Þarna á ég heima,“ svarar Pálína rólega. „Er kviknað í húsinu þínu?!“ „Nei kjáni, þetta er gufa frá Bláa lóninu. Komdu, það er rosalega heitt og þægilegt, fullkominn staður fyrir flugur eins og þig.“ Því nær sem Fernando og Pálína koma að Bláa lóninu finna þau hvernig það verður heitara og heitara. Þau fljúga yfir kantinn á lauginni og við þeim blasir paradís! Þá heyrir Fernando hátt hróp: HJÁLP, HJÁLP! Af gömlum vana þýtur Fernando af stað í átt að sínu nýja lífi, sem: BJÖRGUNARFLUGAN Í BLÁA LÓNINU
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=