RISAstórar smáSÖGUR 2024

74 Pálína Fernando út úr vélinni og inn um einhverjar dyr og inn í hús sem lítur alveg út eins flugvöllurinn heima í Róm. Fernando staldrar aðeins við til að horfa á stórt skilti sem á stendur: VELKOMIN TIL ÍSLANDS „VÁ!,“ segir Fernando með aðdáun í röddinni. „Ertu að koma?“ hrópar Pálína. Fernando sér að Pálína er komin langt á undan og drífur sig til hennar. Fernando hefur svo margar spurningar og hann spyr allra á sama tíma. „Hvaða land er Ísland? Koma allar flugvélar hingað? Hvar er næsta klósett?“ „Rólegur, ég er ekki neinn fararstjóri! Ég var að koma úr sumarfríi og þú mátt alveg koma í heimsókn til mín í smástund, ef þú vilt?“ Fernando kinkar kolli. „Komdu með mér, ég veit um góðan stað fyrir flugur sem elska hita!“ segir Pálína og flýgur af stað eftir löngum gangi. „Bíddu!“ hrópar Fernando og flýgur á eftir nýju vinkonu sinni. Það er mjög kalt á flugvellinum, ekki eins og heima í Róm og Fernando er alveg að deyja úr kulda en Pálínu virðist ekkert kalt. Fyrir utan flugvöllinn blasir við honum stór málmkúla með stóran odd sem stingst út úr kúlunni. Hvaða stóra vera er þetta? Er það kannski svona sem þessar flugvélar verða til?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=