73 Fernando tekur upp teppi og vefur það utan um sjúklinginn, svo bíður hann eftir að sjúkraflugurnar komi að sækja slösuðu fluguna. „Púff!“ stynur Fernando og sekkur niður í stól. Hann er búinn að fljúga út um allan flugvöllinn til þess að bjarga flugum, núna bara getur hann ekki meir. Þá kemur stór mannvera sem vill setjast á stólinn sem hann situr á. Fernando rétt nær að fljúga í burtu áður en mannveran sest niður. Fernando horfir í kringum sig og sér litla stelpu sem er að horfa á Hvolpasveitina. Fernando líkar vel við stelpuna og sest á höfuðið hennar og sofnar. Allt í einu hristist Fernando til. Hann sest upp glaðvakandi. „Hvar er ég?“ spyr hann sjálfan sig. Svo sér hann stóran kringlóttan glugga og kíkir út. Þá skilur Fernando hvar hann er. Hann hefur séð þessa glugga áður, þeir voru á risastóru málmfuglunum. Fernando ræður ekki við sig, hann flýgur á allt sem hann sér og öskrar „HJÁLP, HJÁLP!“ „Get ég hjálpað þér,“ spyr vinaleg rödd. Fernando snýr sér við. Þar stendur flugustelpa með bakpoka og nafnspjald. Á spjaldinu stendur PÁLÍNA. Andaðu inn og út, hugsar hann og reynir að róa sig niður. „Af hverju varstu svona hræddur?“ spyr Pálína. „Hefur þú aldrei farið í flugvél áður?“ „Nei, mér finnst best að halda mig nálægt jörðinni“ svarar Fernando skömmustulegaog horfir á fætur sína. „Þetta verður allt í lagi, ég get hjálpað þér ef þú vilt.“ Fernando þiggur boðið um leið og málmfuglinn, sem Pálína kallar flugvél, lækkar flugið. Þegar flugvélin hefur lent fylgir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=