RISAstórar smáSÖGUR 2024

72 Ævintýri Fernandos Ingibjörg Matilda Arnórsdóttir, 10 ára Á Fiumicino flugvellinum í Róm á heima fluga sem heitir Fernando. Hann á bara nokkuð venjulegt líf, sem fluga. Á hverjum morgni fer Fernando í vinnuna sína á flugvellinum. Hann vinnur sem björgunarfluga fyrir flugur sem hafa lent í vandræðum eins og að detta ofan í klósett eða festast í samloku. Fernando finnst alltaf gaman í vinnunni svo lengi sem hann þarf ekki að koma nálægt stóru málmfuglunum. Hann kemur aldrei og mun aldrei koma nálægt þeim. Það eru skelfilegar verur sem gleypa í sig mannverur og fljúga svo á brott. „Við sjáumst í kvöld!“ hrópar Fernando til systkina sinna áður en hann lokar dyrunum eftir sér og flýgur af stað. Þá hringir síminn. „Halló, Fernando hér.“ „Neyðartilfelli við Hlið 24, fluga kramdist undir stól,“ heyrist úr símanum. „Skilið,“ svarar Fernando og tekur stefnuna á Hlið 24. Þegar hann er kominn á staðinn lítur hann í kringum sig til að leita að flugunni. Þegar Fernando finnur sjúklinginn sinn er önnur björgunarfluga komin á staðinn og er að hjálpa flugunni undan stólnum. Fernando lendir við hlið stólsins og spýtir á framfætur og nuddar þeim svo saman, eins og flugur gera. „Drífðu þig nú,“ segir hin björgunarflugan óþolinmóð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=