RISAstórar smáSÖGUR 2024

70 tröllabörnunum. Getið þið komið að hjálpa þeim?“ spurðu systurnar. Þá sagði sá sem svaraði símtalinu: „Hættið að fíflast í okkur, við erum í vinnunni. Farið að leika ykkur,“ og svo var skellt á. Þá gerðu systurnar áætlun. „Önnur okkar felur sig hér og er tilbúin með stein,“ sagði Katla. „Hin kíkir og gefur merki þegar má kasta steininum. Við vonum svo að pakkaræningjarnir taki eftir þessu og fari að kíkja út. Þá getum við laumast inn í hellinn og frelsað jólasveinana og tröllabörnin. Allir verða þá glaðir.“ Katla tók upp stein og rétti Soffíu. „Kýlum á þetta,“ sagði Katla. Hún fylgdist með ræningjunum og gaf Soffíu merki þegar hún mætti kasta steininum. Soffía kastaði steininum og pakkaræningjarnir heyrðu það og fóru út að gá hvaða hljóð þetta hefði verið. Á meðan fóru stelpurnar inn í hellinn og frelsuðu alla. Þá sögðu jólasveinarnir og tröllabörnin: „Takk kærlega fyrir, þið munuð eiga góð jól og við sjáum til þess að þið fáið geggjaðar gjafir.“ Þau laumuðust út úr hellinum áður en pakkaræningjarnir komu aftur inn og hlupu í átt að bænum. Þá föttuðu þau að þau hefðu átt að loka ræningjana inni í hellinum. Tröllabörnin sneru við en Katla og Soffía héldu áfram heim. Sem betur fer voru tröllabörnin mörg og gátu lokað hellinum með stórum steinum. Katla og Soffía fóru beint upp í rúm því þær voru mjög þreyttar eftir langan dag. Þegar þær vöknuðu næsta dag sáu þær að glugginn var opinn og gluggatjöldin blöktu í vindinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=