69 með. Þær voru svo nálægt að þær heyrðu allt sem tröllabörnin sögðu. „Þau mega ekki sjá okkur,“ hvíslaði Soffía. Þær heyrðu að tröllabörnin voru á leið til byggða og að þau ætluðu að ganga í gegnum bæinn. Þá heyrðist Langleggur segja að það væri betra að fara umhverfis bæinn af því annars myndu krakkarnir í bænum sjá þau og stoppa þau. Eftir langa göngu voru systkinin komin yfir fjörðinn, hinum megin við bæinn. Katla og Soffía fylgdu á eftir. Þau gengu í átt að öðru hellisopi. Þetta var mjög skuggalegur hellir. Soffía og Katla voru orðnar mjög hræddar en samt smá spenntar líka. Þær læddust inn í hellinn á eftir tröllabörnunum. Inni í hellinum voru pakkaræningjar sem ræna gjöfunum frá jólasveinum og börnum ár hvert. Það voru mjög margir pakkar þarna inni og þar sáu þær Stekkjastaur, sem var bundinn við stærsta pakkann. Þær heyrðu systkinin spyrja: „Megum við fá bróður okkar og pakkana til baka, hann hefur verk að vinna, það eru að koma jól?“ Þá sögðu pakkaræningjarnir: „Nei“ og tóku öll systkinin og bundu þau við stóru pakkana. Katla og Soffía lögðu á ráðin í leyni og þeim datt í hug að hringja í Leppalúða sem var nýbúinn að fá snjallsíma. En þegar þær ætluðu að hringja föttuðu þær að hann er svo latur að hann næði aldrei að koma hingað fyrir jólin. Þá ákváðu stelpurnar að hringja í björgunarsveitina í staðinn. „Halló, þetta er björgunarsveitin hvernig getum við aðstoðað?“ „Halló, við heitum Katla og Soffía og við ætlum að tilkynna að það eru pakkaræningjar sem rændu jólasveininum og
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=