RISAstórar smáSÖGUR 2024

68 ættum góð skíði,“ sagði Katla, „þá væri auðveldara að ganga.“ Soffía var alveg sammála. Þegar þær voru búnar að elta sporin alveg upp í fjall sáu þær að þau lágu inn í helli. Systurnar þorðu ekki inn í hellinn en þær stoppuðu til þess að hlusta og þá heyrðu þær Grýlu öskra á jólasveinana og tröllabörnin. „Þið skulið hunskast út að leita að bróður ykkar og ekki láta ykkur detta í hug að koma aftur fyrr en þið hafið fundið hann!“ „En má ég fá smáköku í nesti?“ spurði Askur. Soffía og Katla áttuðu sig þá á því að eitthvað hafði komið fyrir Stekkjastaur sem var týndur. Katla og Soffía fylgdust með úr leyni þegar systkinin Askur, Ausa, Blika, Bloki, Bolli, Botni, Bóla, Brynki, Bútur, Böðvar, Dallur, Djáni, Djangi, Dúðadurtur, Flaska, Gráni, Hniðja, Hnúða, Hnotur, Hnífill, Hnöttur, Jón, hinn Jón, Knútur, Kopur, Kylli, Kippa, Langleggur, Láni, Lápur, Leiðindaskjóða, Leppatuska, Leppur, Ljótur, Loki, Loðinn, Lúpa, Muka, Mosöll, Nafar, Nípa, Nútur, Nægja, Poki, Pútur, Sigurður og öll hin systkinin lögðu af stað í átt að hellinum hennar Tásu þar sem þau ætluðu að fá mat. Systurnar Katla og Soffía eltu þau í laumi og sáu þegar tröllasystkinin fóru inn í stóran helli. „Sástu þetta Katla, þau fóru inn í hellinn. Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Stekkjastaur,“ sagði Soffía. „Við skulum fela okkur hérna og bíða þangað til þau koma út aftur.“ Stuttu seinna komu tröllasystkinin út úr hellinum með nóg nesti fyrir daginn. Katla og Soffía lágu bakvið stein og fylgdust

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=