RISAstórar smáSÖGUR 2024

5 Ég man ekki nema óljóst eftir sögunum sem ég skrifaði sem krakki enda eru þær allar saman löngu týndar. Nú eru þær bara til sem glefsur í hausnum á mér og hvergi annars staðar. Ég hefði aldeilis verið til í að geta sent mínar sögur inn í keppni og fengið þær birtar á bók! En þegar ég var strákur var ekkert slíkt í boði. Krakka-Gunnar dauðöfundar ykkur, kæru höfundar, fyrir að fá sögurnar ykkar útgefnar í þessu frábæra safni, þar sem allir geta skemmt sér yfir hugmyndagleðinni. Lesendur eiga von á góðu, því hér má finna alls kyns ævintýri, hrylling og vísindaskáldskap, skólasögur og dýrasögur, draumasögur, draugasögur, og allt þar á milli. Sögurnar opna hlið inn í undraheima sem þið höfundarnir getið heimsótt aftur og aftur og hver veit, kannski jafnvel lesið fyrir börnin ykkar þegar fram líða stundir. Risastórar smásögur er mikilvægt verkefni og ég er stoltur að hafa fengið að taka þátt í því sem ritstjóri. Þó þurfti ég lítið annað að gera en að beina ykkur í rétta átt og hvetja ykkur til að halda áfram með sögurnar og gera þær enn betri. Til hamingju, nýju höfundar, og haldið áfram að skrifa og skapa svona spennandi sögur! Formáli Gunnar Theodór Eggertsson, rithöfundur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=