RISAstórar smáSÖGUR 2024

64 þjóðhöfðingi fór hann í gleymskumeðferð, þannig að hann hætti að muna eftir nýju jörðinni, ósýnilega efninu og hnappnum en sá sem tæki við fengi þessa dýrmætu vitneskju sem bjarga mætti jarðarbúum. Núna árið 2230 komst Alheimsbandalagið að þeirri niðurstöðu að íbúum jarðarinnar hefði ekki tekist að haga sér nógu skynsamlega til að bjarga jörðinni og það væri kominn tími til að ýtt yrði á hnappinn. Þjóðhöfðingjarnir komu því saman og ýttu samtímis á hnappinn. Á örskotsstund tilfærðust allir jarðarbúar yfir á nýju jörðina og fóru á nákvæmlega sömu staði og þeir höfðu verið á gömlu jörðinni nema Jón og amma hans. Eitthvað hafði farið úrskeiðis. Vísindamennirnir í Alheimsbandalaginu skönnuðu allan heiminn þegar þeir gerðu nýju jörðina. Forsetinn segir krökkunum að sig grunaði að húsið hans Jóns hefði ekki skannast inn. Nú þurfi hann að fara strax til Makedóníu og hitta alla í Alheimsbandalaginu og fara yfir málið. Skanna þarf húsið inn á og endurhlaða aðgerðina og ýta aftur á hnappinn. Börnin langar öll að fara með til Makedóníu og suða í forsetanum um að fá að koma með. – Megum við koma með, gerðu það, leyfðu okkur að koma með, sögðu þau. Forsetinn hugsar sem svo, því ekki? Þau muni hvort eð er fara í gegnum gleymskumeðferð þegar lagfæringar verða yfirstaðnar. Forsetinn segir krökkunum að spyrja foreldra sína hvort þau megi fara með honum til Makedóníu og Nína og Gunnar hringja og fá leyfi til að fara. Jón segist ekki þurfa að spyrja neinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=