RISAstórar smáSÖGUR 2024

62 Sólvallagötunni og inn á Ljósvallagötuna. Þá sér Nína með eigin augum að húsið hans Jóns stendur ekki lengur við götuna. – Það er rétt, húsið þitt er ekki hérna Jón, segir hún. – Já við vorum að reyna að segja þér þetta, segir Gunnar. Nína svarar um hæl: – Það er bara eitt í stöðunni við verðum að tala við pabba hans Björns vinar okkar. Hann ætti að vita þetta, því hann er náttúrlega forsetinn og einn af mestu þjóðhöfðingjum heims. Eitt sinn var Björn bekkjarfélagi krakkanna en flutti á Bessastaði þegar pabbi hans varð forseti. – Hvernig eigum við að komast á Bessastaði, spyr Jón. – Ég skal spyrja pabba minn hvort hann geti skutlað okkur, segir Gunnar. Hann hlýtur að vera búinn í baði núna. Þau hlaupa heim til Gunnars og Arngrímur pabbi hans er tilbúinn að keyra þau á Bessastaði og heldur að krakkarnir séu að fara leika við Björn. Þau bruna saman öll að Bessastöðum og Nína, Jón og Gunnar hoppa út úr bílnum og banka á dyrnar. Björn kemur til dyra og Nína segir honum að þau finni ekki húsið hans Jóns. Björn er hissa og segir: – Jú, það hlýtur að vera á sínum stað, leyfðu mér að líta á Google Maps. Björn sér þá, sér til mikillar undrunar, að húsið hans Jóns er ekki á kortinu og kallar á pabba sinn. – Pabbi, pabbi hvar er húsið hans Jóns? Forsetinn kemur til krakkanna og muldrar. Hús eru jú alltaf bara á sama stað. Hann biður um að fá að skoða kortið og spyr hvort

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=