RISAstórar smáSÖGUR 2024

61 Kannski man ég betur hvers vegna ég er hér heima hjá þér. Gunnar hleypur inn á bað til pabba síns og segir honum að þeir ætli heim til Jóns. Pabbi hans segir honum að muna eftir að taka símann sinn með og svo kveðjast þeir. Vinirnir hlaupa yfir í Ljósvallagötu, sem er næsta gata við Sólvallagötu, og ætla heim til Jóns. Á Ljósvallagötu finna þeir hvergi húsið hans. Það er eins og það hafi aldrei staðið við götuna! Allt var nákvæmlega eins og vanalega nema húsið finnst ekki við götuna. Vá, hvað þetta er skrítið, hugsa strákarnir og vita alls ekki hvað þeir eiga að gera og hvað sé um að vera. Þeir ákveða að heyra í Nínu, jafnöldru sinni og vinkonu, því hún er oft svo ráðagóð. Þeim finnst hún alltaf vita hvað er best að gera. Þeir hlaupa beint áfram en beygja hjá Kjötborg og inn í Ásvallagötu þar sem Nína á heima. Þeir banka á dyrnar á húsinu hennar Nínu, sem kemur til dyra. Rétt þegar hún opnar dyrnar hálf hrópar Gunnar: – Húsið hans Jóns er horfið! – Ábyggilega ekki, segir Nína. Þið eruð bara að grínast. En nennið þið að leika, strákar? – Við erum ekki að grínast, segir Jón, komdu og sjáðu það sjálf, við finnum húsið hans hvergi. – Hvað meinar þú? spyr hún. Hús eru bara á einum stað. Svo hlaupa þau af stað í átt að Ljósvallagötu. Þegar þau hlaupa fram hjá Kjötborg kallar afgreiðslumaðurinn til þeirra: – Eruð þið að koma til að fá ís, krakkar? – Nei, nei við erum upptekin, hrópa krakkarnir og hlaupa eftir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=