RISAstórar smáSÖGUR 2024

60 Hin jörðin Tinni Snær Aðalsteinsson, 11 ára Jón var einn heima með ömmu sinni. Amma hans hafði lagt sig inni í hjónarúminu og svaf þar værum svefni. Jón sat á klósettinu. Skyndilega, án nokkurs fyrirvara, voru þau komin yfir í Sólvallagötu 3: amma í hjónarúmið og Jón á klósettið. Besti vinur Jóns, Gunnar, átti heima í þessu húsi ásamt foreldrum sínum. Sem betur fer var enginn á klósettinu á Sólvallagötu 3 en pabbi hans Gunnars, Arngrímur, hafði skroppið heim í hádeginu til að fara í sturtu. Allt í einu sat Jón á klósettinu með Arngrím við hlið sér syngjandi í sturtunni. Jón skildi ekkert í hvers vegna hann var allt í einu komin á klósettið heima hjá Gunnari. Hann flýtti sér fram og mætti þar Gunnari, sem var sem betur fer heima. – Ha, varst þú á klósettinu hjá okkur? spyr Gunnar vin sinn hissa. Heyrðir þú pabba kannski syngja? – Já, hann syngur frekar vel, svarar Jón. – Já, hann var í drengjakór Suðurlands þegar hann var lítill, segir Gunnar. Við skulum hætta að tala um það hvernig pabbi syngur. Segðu mér frekar hvað ertu að gera hérna? – Eeee, ég veit það ekki, ég var bara heima hjá mér á klósettinu og allt í einu var ég hér heima hjá þér á klósettinu hjá ykkur. Æ, ég hef eitthvað ruglast, segir Jón. Nennir þú að koma heim til mín? Smásaga ársins í flokki 2024 10 til 12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=