RISAstórar smáSÖGUR 2024

59 svolítið af því að þú varst að stríða mér þarna áðan. En ég er svo glöð að þú sért á lífi Anna,“ sagði Sigrún og knúsaði Önnu einu sinni enn. Anna knúsaði Sigrúnu líka og hvíslaði að henni: „ég er líka glöð!“ Þegar þær komu heim sögðu þær mömmu Sigrúnar alla söguna. Mamma Sigrúnar var mjög hissa og dreif sig að ná í bók og sýndi stelpunum. „Þetta er bók sem afi minn skrifaði. Hann sagðist alltaf hafa séð einhvern draug en mamma, systur hennar og systur hans afa trúðu honum ekki svo hann ákvað bara að kaupa sér svona litla stílabók og skrifaði allar sögurnar sínar og ein er einmitt um helli. Hann hefði lesið allt sem hann fann um þennan helli en þarna bjó einhver vísindamaður sem dó fyrir löngu en sumir segja að hann sé þarna enn þá.“ „Heldur þú að þetta hafi verið hann?“ spurði Anna skelkuð. „Já, það gæti alveg verið og því skuluð þið ekki fara þarna aftur! Skiljið þið það?“ „Allt í lagi“ sögðu þær báðar í einu en horfðu hvor á aðra og voru ekki vissar um að þær gætu staðið við það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=