RISAstórar smáSÖGUR 2024

58 „Hei, þú asni! Þú munt aldrei ná mér!“ „Sigrún nei!!!“ kallar Anna. Draugurinn tekur á rás á eftir Sigrúnu en Anna stendur stjörf eftir. Þegar hún rankar við sér hleypur hún til baka og reynir að finna leiðina út. Þegar hún finnur loksins réttu leiðina og kemst út sest hún á stein fyrir utan hellinn og fer að hágráta af því að hún er svo hrædd um að hún hafi misst vinkonu sína. „Hvað er að?“ spyr einhver. „Hver er þetta?“ spyr Anna skelkuð. „Komdu sæl, ég heiti Sigrún?“ svarar Sigrún glettin. „Ha, Sigrún ert þetta þú?“ segir Anna og lítur snöggt upp. Þegar hún sér að þetta er Sigrún kastar hún sér um hálsinn á henni og knúsar hana svo fast að Sigrún kafnar næstum. „Sigrún, lofaðu mér að hræða mig aldrei svona aftur!“ segir Anna. „Ég lofa! Ef þú lofar að draga mig aldrei aftur í svona vitleysu!“ segir Sigrún með ákveðni. „Ég lofa því!“ segir Anna og knúsar Sigrúnu enn fastar. Á leiðinni heim sagði Sara Önnu frá öllu sem hafði gerst. „Þegar ég sá drauginn fara að þér varð ég allt í einu svo reið að ég réð ekki við mig svo ég bara varð að hlaupa og bjarga þér. En um leið og ég kallaði þetta með asnann og allt það þá varð ég aftur hrædd og bara tók sprettinn í burtu. Ég man eiginlega ekkert eftir því sem gerðist eftir það og svo var ég bara allt í einu komin út og sá þig þarna grátandi og ákvað að stríða þér

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=