RISAstórar smáSÖGUR 2024

57 búið til úr bókahillum og við enda völundarhússins var mjög skrítið ljós. Anna fer á undan inn í völundarhúsið en Sigrún hleypur á eftir henni. „Anna ekki fara, ég myndi öskra úr hræðslu ef ég týndi þér!“ segir Sigrún. Þær mjaka sér áfram og fara örugglega svona 20 sinnum vitlausa leið þar til þær finna réttu leiðina. Loksins komast þær að ljósinu. „Hvað er þetta eiginlega?“ spyr Sigrún. „Mér sýnist þetta vera bók,“ segir Anna. Þær færa sig hægt en örugglega nær bókinni. Einmitt þegar þær eru að fara að opna bókina slokknar á vasaljósinu. „Ég næ ekki að kveikja á vasaljósinu!!“ segir Anna titrandi röddu. „Hvað gerum við þá?“ spyr Sigrún hrædd. Nú sjá þær eitthvað óljóst í myrkrinu. Það kemur nær og nær. Það er eins og það svífi áfram eins og það sé ekki með … „AAAA!!! þetta er draugur!!!“ Anna hleypur eins hratt og hún getur og Sigrún fylgir fast á eftir. Anna nær að komast í gegnum svona hálft völundarhúsið en uppgötvar þá að hún er alveg villt! Hún heldur samt áfram að hlaupa þangað til hún lendir í miklum vandræðum. Veggirnir eru allt í kringum hana og hún kemst ekki neitt. Hún sér þó eina smugu á veggnum þar sem hún gæti mögulega komist út en allt í einu birtist draugurinn þar. Hann kemur nær og nær og NÆR!!! „Aaaaaaaaaaa!!!!!“ öskrar Anna og vonar að einhver komi og bjargi henni. Allt í einu kemur Sigrún öskrandi og kallar:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=