RISAstórar smáSÖGUR 2024

56 „Hver ert þú og hvað hefur þú gert við vinkonu mína?“ segir Anna stríðnislega. Sigrún svarar hlæjandi: „Æ, hættu þessu.“ Þegar þær voru komnar að hellinum var Sigrún orðin mjög stressuð: „Anna, eigum við ekki bara að koma heim?“ „Nei, Sigrún, við vorum ekki að ganga alla þessa leið til að hætta við?“ svarar Anna. „Jú, gerðu það, förum bara heim, Anna.“ Sigrún var nú orðin verulega smeyk. En þegar hún leit á Önnu, var engin Anna þar. „ANNA!! Hvar ertu?“ kallar Sigrún hátt. „BÚÚÚ!! hah, þér brá!“ Anna birtist hlæjandi. „Ekki … HRÆÐA MIG SVONA!!!“ öskrar Sigrún á Önnu sem bregður rosalega og dettur aftur á bak. „Hah ókei, við skulum þá bara … komdu … förum inn,“ segir Anna vandræðalega. „Nei, Anna ég held við ættum bara að fara heim,“ segir Sigrún. Hún var orðin bæði hrædd og pirruð. „Nei, Sigrún komdu,“ segir Anna og dregur Sigrúnu inn í hellinn. „Ég er með vasaljós og það er mjög sterkt svo það verður ekkert myrkur ef þú ert myrkfælin. Komdu, það verðum allt í lagi og ég verð við hliðina á þér allan tímann, allt í lagi?“ segir Anna vingjarnlega. „Jæja þá,“ segir Sigrún, enn mjög hrædd og eltir Önnu en nú mest til að passa vinkonu sína. Þegar þær koma inn í myrkrið kveikir Anna á vasaljósinu. Þær gapa af undrun og líta í kringum sig. Þetta var eins og í einhverri bíómynd. Þarna var risastórt og drungalegt bókasafn sem líktist völundarhúsi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=