RISAstórar smáSÖGUR 2024

55 Hellirinn Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir, 11 ára Anna hrökk upp. Aaaaa!!!! Mamma hennar hljóp inn eins hratt og hún gat, hún hélt það hefði eitthvað hræðilegt gerst. „Hvað er að ástin mín?“ spyr mamma. „Mig dreymdi hryllilega martröð,“ svaraði Anna andstutt. „Æi, hjartað mitt,“ segir mamma, „viltu ekki koma niður og fá þér morgunmat?“ Anna fór með mömmu sinni niður og fékk sér kókópuffs með mjólk. Hún var svo spennt að hún snerti varla á matnum. Anna og Sigrún vinkona hennar voru á leiðinni upp í helli sem þær sáu rétt fyrir ofan nýja húsið sem Sigrún var að flytja í fyrir nokkrum dögum. Þær höfðu ekki haft tíma til að fara upp í þennan helli en ákváðu að gera það í dag. Eftir morgunmat fór hún strax til vinkonu sinnar. Það var dýrindis veður úti svo þær þurftu ekki neitt annað en skó og peysu. Þegar þær voru komnar upp að hellinum var Sigrún orðin svolítið smeyk og vildi helst fara heim því henni fannst eitthvað skrítið við þennan helli. „Anna, mér líst ekkert á þetta,“ segir Sigrún hálf smeyk. „Hvað, ertu eitthvað hrædd?“ segir Anna og flissar. „Já, ég er það! Bara svona til að láta þig vita!“ svarar Sigrún ákveðin. Anna var mjög hissa á hvað Sigrún var ákveðin. Hún er vön að vera sú sem er alltaf svo hrædd um að særa og gera eitthvað vitlaust.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=