RISAstórar smáSÖGUR 2024

52 Ég geng að vinum Jónatans og hugsa, þeir munu örugglega heilsa mér eins og kóngi. – Hæ, litli! – Hæ, segi ég, steinhissa. Ég var að fatta að þeir gnæfa yfir mig. Steinar, stærsti strákurinn í hópnum, tekur húfuna mína og teygir höndina upp í loftið. – Náðu í hana, litli. Ég hoppa og teygi mig á meðan þeir hlæja allir að mér en sama hvað ég geri, ég næ ekki húfunni minni aftur. Sigraður, fer ég inn í tíma. – Krakkar, í dag, ætlum við að halda áfram með Afríku-verkefnið, segir Þórhalla kennari. Opnið samfélagsfræðibókina ykkar á blaðsíðu 137. Persónulega var ég að læra um landamæri Norðurlandanna í samfélagsfræði í gær. Ég veit ekkert um Afríku. Þegar hún er búin að lesa rétti ég upp hönd. Jónatan er örugglega algjör kennarasleikja. – Þórhalla, hver er höfuðborgin í Afríku? spyr ég. Þórhalla þagnar. Allur bekkurinn byrjar að skellihlæja. Ég veit ekki af hverju. Þegar allir eru hættir að hlæja segir Þórhalla: – Afríka er heimsálfa. Ég heyri ekki hvað vinir Jónatans eru að hvíslast um en eitt orð heyri ég. Heimskur. Ég roðna og spyr hvort ég megi fara á klósettið. Eftir skóla fer ég á fótboltaæfingu. Félagið okkar er lítið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=