RISAstórar smáSÖGUR 2024

50 Fjórar mínútur Þórarinn Hauksson, 11 ára Hann er fæddur á gamlársdag klukkan 23:58, ég er fæddur klukkan 00:02 á nýársdag. Þannig að bróðir minn, Jónatan, er tæknilega séð einu ári eldri en ég. Hann hefur alltaf haft það aðeins betra. Til dæmis, í fyrra, ætluðum við tveir að fara einir í sund. – Hvað eruð þið gamlir? spurði konan við afgreiðsluborðið. – Ég er ellefu ára á árinu, sagði Jónatan, með þessari rödd sem hann notar þegar hann er að reyna að pirra mig. – Ég er tíu ára, sagði ég. – Er mamma þín með þér? – Nei. – Því miður, þá máttu ekki fara ofan í en hann má fara í búningsklefann. Jónatan horfði á mig og glotti. – Bless! Mamma sækir okkur klukkan sex! Ég settist í stól og leit á klukkuna. Klukkan var hálf-fjögur. Í sumar sá ég auglýsingu um nýjasta, fínasta bogfiminámskeiðið. Ég varð ofboðslega spenntur að fara á það og bað mömmu að skrá mig. Hún fletti námskeiðinu upp í símanum sínum og sagði: – Mér þykir það leitt, yndið mitt, en það er bannað innan tólf ára.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=