48 upplýsingum um hvort pabbi hennar gæti haft rétt fyrir sér því hún var svo forvitin. Loksins fann hún Völuspá í gamalli skinnbók og spáin var einhvern veginn svona: Í fyrri tíð hér stóð ég hér og sá, mikla skjálfta á 1000 ára fresti. Óðinn var rændur, burtu brá honum svo snöggt, Valhöll barst bréf um mikla hættu. Ef Óðinn eigi finnst, hefst mikill bardagi í Miðgarði. En stelpa sá þann eineygða1, þann æðsta, á þingi. Hún bjargaði ásnum,2 sá það sem enginn annar sá, En svo hverfur hún á brott, eins og draumur að morgni. Þegar Hekla kláraði að lesa Völuspána hugsaði hún að hún ætlaði að finna Óðin og stoppa bardagann. Svo hljóp Hekla heim til sín og Google-aði hvernig hún ætti að komast til Valhallar án þess að deyja en fann ekkert. En eins og allir vita þá kemst fólk bara til Valhallar ef það deyr í bardaga. Þá ákvað Hekla að fara í Rimmugýgi, víkingafélagið sem pabbi hennar var í en hún var ekki spennt fyrir því að fara þangað því hún var hrædd um að fá engin svör. Þegar Hekla kom þangað hitti hún Eddu gömlu en enginn vissi hversu gömul hún væri og hún leit út fyrir að vera 250 ára gömul svo henni fannst það vera sniðugt að spyrja hana. Svo sagði Hekla: „Edda má ég spyrja þig að einu?“ Já, auðvitað, Hekla mín, sagði Edda. „Ömm … veistu hvernig á að komast til Valhallar án þess að deyja í bardaga?“ Það leið smá tími þangað til Edda svaraði. „Já,“ sagði Edda síðan snöggt og vandræðalega. „Er það … geturðu sagt mér hvernig á að gera það?“ spurði
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=