47 Draumurinn Kolbrún Emma Daðadóttir, 10 ára Hekla var að ganga heim úr píanótíma klukkan 19:40 þegar allt í einu kom mjög stór jarðskjálfti sem var eins og Suðurlandsskjálftinn. Um leið og jarðskjálftinn var búinn byrjaði mamma Heklu að hringja í hana. Mamma hennar sagði: „Hekla María hvar ertu?!“ „Í undirgöngunum hjá tónlistarskólanum,“ sagði Hekla. „Bíddu við tónlistarskólann, pabbi kemur að ná í þig,“ sagði mamma hennar. Þannig að Hekla hljóp aftur að tónlistarskólanum og beið eftir pabba sínum. En þá byrjaði Hekla að hugsa af hverju þetta hefði komið fyrir núna því það höfðu ekki verið neinir jarðskjálftar undanfarið. Svo kom pabbi hennar og hún gat ekki hugsað um það meir. Þegar Hekla og pabbi hennar komu heim var klukkan 19:46 og mamma Heklu var búin að elda kvöldmat. Þegar fjölskyldan var að borða spurði Hekla pabba sinn hvað hefði gerst í dag þegar skjálftinn kom. „Við í víkingafélaginu Rimmugýgi höldum að Óðinn hafi fengið bréf frá Loka og sé reiður,“ sagði pabbi alvarlega. „Freyr, í alvöru, það er matur!“ sagði mamma ásakandi. Eftir mat reyndi Hekla að sofa en hún gat ekki hætt að hugsa um það sem pabbi hennar hafði sagt við matarborðið. Næsta dag skrópaði Hekla í skólann en fór í staðinn á Landsbókasafnið og leitaði í fjóra klukkutíma að einhverjum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=