RISAstórar smáSÖGUR 2024

44 finna manninn ef þau myndu ekki segja neinum. Eftir þetta fóru afi og krakkarnir heim til afa Rúnars til að ræða málin. Þegar þau komu heim sagði afi: ,,Það eina sem ég veit er að þessi maður ætlar einhvern tímann að flýja í burtu með alla verðmætu skartgripina.“ Krakkarnir voru mjög til í þetta. Næsta dag fóru krakkarnir og afi í skartgripabúðina sem að dularfulli maðurinn hafði stolið úr. Afgreiðslumaðurinn sagðist ekki hafa verið á vakt þegar þetta gerðist og sá sem hefði verið á vakt byggi í Kaplaskjólinu. Eftir það keyrðu afi og krakkarnir í Kaplaskjólið að hitta þann sem var að vinna daginn sem skartgripunum var stolið. Þegar þau komu bönkuðu þau upp á og það kom kona til dyra. Afi spurði: ,,Geturðu nokkuð sagt okkur hvað gerðist þegar það var stolið úr búðinni?“ Konan sagði: ,,Þetta gerðist svo hratt, það eina sem ég veit er að hann var svartklæddur og með svart skegg.“ ,,Takk fyrir spjallið,“ sagði afi Rúnars og kvaddi konuna. Krakkarnir þurftu öll að fara heim og afi Rúnars fór líka heim til sín. Næsta dag fóru þau aftur í skartgripabúðina til að finna eitthvað sem gæti hjálpað þeim með rannsóknina. ,,Bíddu hvað er þetta?“ sagði Atli og benti á moldina sem var fyrir aftan afgreiðsluborðið. ,,Eru þetta fótspor?“ sagði Ísold. ,,Eigum við að googla hvernig skór þetta eru. Kannski getum við þá fundið út eitthvað um þjófinn.“ ,,Nike pro,“ sagði Ísold sem var strax búin að googla það í símanum sínum. ,,Þjófurinn hefur örugglega verið í skítugum skóm

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=