RISAstórar smáSÖGUR 2024

43 þetta mál betur. Þau ákváðu að spyrja hvort þau mættu gista heima hjá Atla og þau máttu það. Þau voru búin að plana að fara snemma daginn eftir út á fótboltavöll og sjá hvort þetta væri í alvörunni miði sem afi Rúnars hefði skrifað. Næsta dag vöknuðu þau snemma þótt það væri laugardagur til að sjá hvað afi væri að bralla. Þegar þau komu á fótboltavöllinn sáu þau afa og svartklæddan mann vera að tala saman. Þeir fóru saman í hvítan sendibíl og keyrðu í burtu. Krakkarnir voru á hjólum svo þau eltu bílinn. Eftir smástund stoppaði bíllinn við hliðina á einhverju húsi sem var greinilega ekki hægt að búa í, gluggarnir voru brotnir og þetta hús var ekki búið að mála í örugglega meira en 50 ár. Krakkarnir voru í sjokki þegar afi og svartklæddi maðurinn fóru inn í húsið. Krakkarnir kíktu í gegnum glugga á húsinu. Þau sáu afa og svartklædda manninn vera að tala saman. Afi Rúnars leit að glugganum og sá krakkana og sagði við þau að þau þyrftu að fara heim, greinilega orðinn reiður. Krakkarnir sögðu honum allt um miðann. Þá ákvað hann að hleypa þeim inn. Krakkarnir voru ekki alveg viss um að fara þangað inn því þessi svartklæddi maður leit alls ekki vinalega út en loks fóru þau inn. Afi Rúnars ákvað að segja krökkunum allt. Hann sagði þeim að hann væri að leysa risa vandamál og þessi svartklæddi maður væri að hjálpa honum. Þeir voru að reyna að ná dularfullum manni sem hefði stolið fullt af skartgripum. Afi sagði að krakkarnir mættu hjálpa til við að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=