RISAstórar smáSÖGUR 2024

38 Ég ákvað að kíkja inn í geimskipið en ég var svolítið smeyk um að geimveran færi að blaðra úr sér allt vit og ég myndi mæta of seint í skólann. Þegar ég kom inn í geimskipið var komin önnur geimvera og geimverurnar voru að tala saman á mjög skrýtnu tungumáli sem ég skildi ekkert í. Þær litu allt í einu á mig og störðu furðu lostnar. Ég varð svo hrædd að ég hljóp í burtu og rakleiðis inn í skólann. Ég ákvað að segja engum frá því sem ég sá því enginn myndi trúa mér. Eftir skóla ákvað ég að mana mig upp og vera hugrökk og fara aftur inn í geimskipið því geimverurnar hlutu að vera villtar og þurftu kannski aðstoð við að komast heim til sín aftur. Ég fór inn í geimskipið og þær voru enn þá að tala saman en ég ákvað að ræskja mig svo þær myndu líta á mig. Þær litu ekki á mig sama hvernig ég reyndi að ná athygli þeirra. Á meðan ég var að reyna það, með því að sveifla höndunum og hoppa, sá ég glerbox sem var með takka og á glerboxinu var form eins og sól, alveg eins og sólarlykillinn sem ég fann í garðinum fyrir utan geimskipið. Ég prófaði að setja sólarlykilinn í glerboxið og á sama augnabliki opnaðist boxið og ég ýtti á takkann. Um leið og ég var búin að því hristist geimskipið mjög mikið.Geimverurnar hættu að tala saman og byrjuðu að fagna af gleði, þær litu á mig brosandi. Mér brá svo mikið að ég ákvað að stökkva út til að fara ekki upp í geim með þeim. Ég horfði svo á geimskipið hverfa á meðan ég lá á grasinu eftir að hafa stokkið út. Ég ákvað að halda þessu sem leyndarmáli sem bara ég vissi af. Því það trúði mér hvort sem var enginn og ég ákvað að skrifa þetta í leynibókina mína.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=