RISAstórar smáSÖGUR 2024

37 Leyndarmálið mitt Sigrún Sif Ómarsdóttir, 9 ára Ég var á leiðinni í skólann og þegar ég labbaði í gegnum garðinn minn sá ég geimskip. Ég var mjög hissa en líka smá forvitin svo ég ákvað að fara inn í geimskipið. Þar inni var geimvera sem var blá á litinn og með þrjú augu. Geimveran byrjaði að blaðra og blaðra alveg stanslaust við mig. Ég varð dálítið smeyk og sagði við hana að ég æfði karate, „svo láttu mig í friði“! Geimveran hætti að blaðra í augnablik og sagði svo allt í einu: „Hvað er karate“? og byrjaði svo aftur að blaðra endalaust. Ég ákvað að fara úr geimskipinu og halda áfram að labba í skólann en á leiðinni fann ég mjög skrýtinn lykil sem leit út eins og sól. Ég setti lykilinn í skólatöskuna mína. Þegar ég kom í skólann sagði ég öllum frá því að það hefði verið geimskip og geimvera í garðinum mínum. Enginn trúði mér því ég var pínu lygari stundum. Einu sinni sagði ég við krakkana að ég hefði fengið páfagauk sem gæti farið heljarstökk aftur á bak en það var ekki satt, ég vildi bara fá athygli og vera vinsæl. Eftir skóla fór ég heim og sagði mömmu frá geimverunni og hún trúði mér ekki. Næst fór ég til pabba og sagði honum frá geimverunni og hann trúði mér ekki heldur. Næsta dag þegar ég fór í skólann labbaði ég aftur í gegnum garðinn og geimveran var enn þá í geimskipinu í garðinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=