RISAstórar smáSÖGUR 2024

36 hefði fengið loftbelginn í fertugsafmælisgjöf en aldrei þorað að nota hann. Aníta öskraði af lífs og sálar kröftum þegar belgurinn tókst á loft en hún hafði aldrei verið hrifin af mikilli hæð. Þegar Aníta var búin að venjast hæðinni eða sko ekki beint venjast, meira svona halda fyrir augun á sér, sveif hún yfir svæðið þar sem ICEGUYS tónleikarnir voru í fullum gangi. „Ooohhhhh,“ andvarpaði hún, „mig langaði svo mikið að fara á þessa tónleika. Úúúúúú …HUGMYND,“ sagði Aníta og án þess að hugsa frekar út í það, stökk hún niður úr loftbelgnum og sveif á kjólnum fimlega niður á jörðina. Hún bjó sig undir að fagna vel heppnaðri lendingu en … „aaahh, ég er á sviðinu, uuuuu ...“ Ég er Aníta óstöðvandi, hugsaði hún og síðan ... rappaði hún með þeim „krumlaaaa, ég gefst upp og geng í burt, krumlaaa ég gefst upp á þéérrrrr!!!“ Í miðju viðlagi byrjaði hún að finna fyrir jarðskjálfta, allt hristist og nötraði. Er komið eldgos, hugsaði hún!? Nei, ég sé ekkert hraun … En þá opnaði hún augun og sá mömmu og pabba sitja á rúminu hennar og reyna að vekja hana. Hún varð himinlifandi að þetta ferðalag hafi bara verið draumur. Samt ekkert svo slæmur draumur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=