35 Loftbólan sprakk svo að lokum fyrir utan hús Búkollu. Aníta labbaði hægt að húsinu og allt í einu opnuðust dyrnar og Búkolla kom til dyra, „komdu inn gæskan,“ sagði Búkolla. Aníta kom inn fyrir og váááá … húsið var svo flott að innan, þarna voru kertastjakar, myndir og líka feitur köttur. „Fáðu þér sæti gæskan,“ sagði Búkolla. Aníta gerði það. Síðan spurði Búkolla hvað hún héti. „Ég heiti Aníta.“ „En fallegt nafn,“ sagði Búkolla, „ég heiti Auður.“ „Haaa!!??? heitirðu ekki Búkolla?!?“ sagði Aníta. Auður frussaði te-inu út um nefið á sér… „Búkolla!!! Afhverju í ósköpunum hélstu það?“ spurði Auður. Aníta sagði Auði frá krúsídúllunum og hvort að hún vissi eitthvað um þær. Auður sagði Anítu frá því að krúsidúllurnar hefðu í gegnum tíðina tekið börn sem hefðu farið of langt inn í skóginn og hneppt þau í álög. Hún væri búin að reyna að finna leið til að frelsa þau en ekkert gengi. „En værirðu til í að gera mér greiða,“ sagði Aníta. „Já, auðvitað,“ svaraði Auður. Þá spurði Aníta hvort hún væri ekki til í að hjálpa sér að komast heim?“ „Já, já, ekki málið,“ svaraði Auður, „ég er einmitt með rétta farartækið fyrir þig“ og sýndi henni loftbelginn sem var í bakgarðinum hennar. Á hlið belgsins var talan 40. Aníta spurði þá Auði út í það og Auður útskýrði fyrir henni að hún
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=